Upplýsingar og afþreying
Google innbyggt
Polestar hóf samstarf með Google¹ til að búa til samhengisháð upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem er einfalt í notkun, knúið af Android Automotive OS. Kerfið tengir bílinn og notandann, sem gerir Polestar 3 að órjúfanlegum hluta af stafrænu lífi þeirra.
5G internet
Polestar 3 veitir öruggt 5G internet fyrir aðgang að netinu, umferðaruppfærslum í rauntíma og sérstakar bílaútgáfur af vinsælum öppum. Þótt tengingin sé alltaf virk þarf ekki að spara gögnin því fyrstu þrjú ár notkunar eru innfalin í kaupverði bílsins.
Miðjuskjár
Upplýsingar og afþreying sem ná út fyrir upplýsingar og afþreyingu. Fyrir utan leiðsögn og tónlistarstreymi gerir miðjuskjár Polestar 3 ökumanninum kleift að fá aðgang að úrvali af stillingum fyrir afköst og öryggi bílsins í gegnum einfalt viðmót sem veitir virkilega tengda upplifun.